Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 30. október 2022 18:07 Helga Vala segir Samfylkinguna skulda þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Stöð 2 Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira