Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 30. október 2022 18:07 Helga Vala segir Samfylkinguna skulda þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Stöð 2 Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira