Veiðibann hefur áhrif á jólamatinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. október 2022 07:01 Bjarki Gunnarsson, verslunarstjóri Hafsins í Hlíðasmára, segir danska humarinn sem í boði mjög svipaðan þeim íslenska. Vísir/Egill Humarveiðibann kemur til með að hafa áhrif á jólamatinn hjá fjölda landsmanna þetta árið sem þarf að sætta sig við innfluttan humar. Kílóið kostar allt að þrjátíu þúsund krónur. Í lok síðast árs lagði Hafrannsóknarstofnun til bann á humarveiðum við strendur landsins árin 2022 og 2023. Íslenskur humar er því ekki lengur í boði í fiskverslunum hér á landi heldur aðeins innfluttur humar. Í fiskverslunum Hafsins er danskur humar nú til sölu. „Þessi humar sem við erum með er veiddur í Norðursjó, í raun og veru bara hinu megin við línuna. Þetta er mjög sambærilegur humar og íslenski humarinn,“ segir Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri Hafsins í Hlíðasmára. Hann segir humarinn bragðmikinn, ekki mjölkenndan og vera svipaðan að þéttleika og íslenski humarinn. Fólk eigi því ekki að finna mikinn mun. „Svo er þetta svolítið sálrænt. Vera að kaupa íslenskt eða kaupa erlent. Fólk finnur oft mun þó það sé ekki munur,“ segir Bjarki. Danskur humar er á meðal þess sem fiskverslanir bjóða nú upp á fyrir jólin en ekki má veiða humar við Íslandsstrendur þetta árið. Vísir/Egill Margir séu þegar farnir að huga að jólamatnum þó tæpir tveir mánuðir séu enn til jóla „Það er mikið spurt. Mikið hringt og fólk er byrjað að kaupa stærsta humarinn.“ Ljóst er að humarinn er vinsæll meðal landsmanna en um síðustu jólahátíð var salan á humrinum talin í tonnum. „Við erum með tvær búðir. Við erum að selja svona tvö og hálft tonn samtals í þessum tveimur búðum. Þannig að þetta er frekar vinsælt.“ „Hann er bara allt of dýr“ Hjá fiskbúðinni Hafberg er einnig aðeins innfluttur humar í boði en nokkrar tegundir eru í boði. Þar á meðal humar frá Danmörku. „Svo eru við líka að bjóða upp á humar frá Bandaríkjunum eða Maine Kanada sem er allur stærri og grófari,“ segir Guðmundur Óskar Reynisson fisksali hjá fiskbúðinni Hafberg. Guðmundur Óskar Reynisson fisksali hjá fiskbúðinni Hafberg segir veiðibannið hafa þau áhrif að enginn íslenskur humar sé í boði.Vísir/Egill Misjafnt verð er á humrinum eða allt frá tæpum tíu þúsund krónum kílóið upp í nærri þrjátíu þúsund. Aðspurður um hvað það kosti fyrir fjölskyldur að kaupa humar fyrir jólin segir Guðmundur það kosta sitt. „Hann er bara allt of dýr. Það má bara segja það. Sendingin sem á eftir að koma. Ég veit ekki hvar hún mun enda en það verður örugglega eitthvað eitthvað sanngjarnt.“ Humar Jól Tengdar fréttir Lagt til að stöðva humarveiðar næstu tvö árin Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Aflinn það sem af er ári er sá minnsti frá upphafi. 17. desember 2021 14:39 101 árs humarveiðikempa hvergi nærri hætt Virginia Oliver lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera orðin 101 árs gömul og rær enn til humarveiða undan ströndum Maine-ríkis í Bandaríkjunum, ásamt syni sínum, Max að nafni, sem er 78 ára. 16. september 2021 21:58 Humarleiðangur Hafró gekk vel Fimmtugasti og annar árlegur humarleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar fór fram um miðjan síðasta mánuð en 10. til 19. júní var myndað á 85 stöðvum frá Jökuldýpi til vesturs og til Lónsdýpis í austri. 1. júlí 2020 16:06 Leggja til staðbundið bann við humarveiðum Humarafli ársins 2020 ætti ekki að vera meiri en 214 tonn að mati Hafrannsóknastofnunar sem varar við sögulegri lægð humarstofnsins. 23. janúar 2020 21:28 Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Í lok síðast árs lagði Hafrannsóknarstofnun til bann á humarveiðum við strendur landsins árin 2022 og 2023. Íslenskur humar er því ekki lengur í boði í fiskverslunum hér á landi heldur aðeins innfluttur humar. Í fiskverslunum Hafsins er danskur humar nú til sölu. „Þessi humar sem við erum með er veiddur í Norðursjó, í raun og veru bara hinu megin við línuna. Þetta er mjög sambærilegur humar og íslenski humarinn,“ segir Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri Hafsins í Hlíðasmára. Hann segir humarinn bragðmikinn, ekki mjölkenndan og vera svipaðan að þéttleika og íslenski humarinn. Fólk eigi því ekki að finna mikinn mun. „Svo er þetta svolítið sálrænt. Vera að kaupa íslenskt eða kaupa erlent. Fólk finnur oft mun þó það sé ekki munur,“ segir Bjarki. Danskur humar er á meðal þess sem fiskverslanir bjóða nú upp á fyrir jólin en ekki má veiða humar við Íslandsstrendur þetta árið. Vísir/Egill Margir séu þegar farnir að huga að jólamatnum þó tæpir tveir mánuðir séu enn til jóla „Það er mikið spurt. Mikið hringt og fólk er byrjað að kaupa stærsta humarinn.“ Ljóst er að humarinn er vinsæll meðal landsmanna en um síðustu jólahátíð var salan á humrinum talin í tonnum. „Við erum með tvær búðir. Við erum að selja svona tvö og hálft tonn samtals í þessum tveimur búðum. Þannig að þetta er frekar vinsælt.“ „Hann er bara allt of dýr“ Hjá fiskbúðinni Hafberg er einnig aðeins innfluttur humar í boði en nokkrar tegundir eru í boði. Þar á meðal humar frá Danmörku. „Svo eru við líka að bjóða upp á humar frá Bandaríkjunum eða Maine Kanada sem er allur stærri og grófari,“ segir Guðmundur Óskar Reynisson fisksali hjá fiskbúðinni Hafberg. Guðmundur Óskar Reynisson fisksali hjá fiskbúðinni Hafberg segir veiðibannið hafa þau áhrif að enginn íslenskur humar sé í boði.Vísir/Egill Misjafnt verð er á humrinum eða allt frá tæpum tíu þúsund krónum kílóið upp í nærri þrjátíu þúsund. Aðspurður um hvað það kosti fyrir fjölskyldur að kaupa humar fyrir jólin segir Guðmundur það kosta sitt. „Hann er bara allt of dýr. Það má bara segja það. Sendingin sem á eftir að koma. Ég veit ekki hvar hún mun enda en það verður örugglega eitthvað eitthvað sanngjarnt.“
Humar Jól Tengdar fréttir Lagt til að stöðva humarveiðar næstu tvö árin Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Aflinn það sem af er ári er sá minnsti frá upphafi. 17. desember 2021 14:39 101 árs humarveiðikempa hvergi nærri hætt Virginia Oliver lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera orðin 101 árs gömul og rær enn til humarveiða undan ströndum Maine-ríkis í Bandaríkjunum, ásamt syni sínum, Max að nafni, sem er 78 ára. 16. september 2021 21:58 Humarleiðangur Hafró gekk vel Fimmtugasti og annar árlegur humarleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar fór fram um miðjan síðasta mánuð en 10. til 19. júní var myndað á 85 stöðvum frá Jökuldýpi til vesturs og til Lónsdýpis í austri. 1. júlí 2020 16:06 Leggja til staðbundið bann við humarveiðum Humarafli ársins 2020 ætti ekki að vera meiri en 214 tonn að mati Hafrannsóknastofnunar sem varar við sögulegri lægð humarstofnsins. 23. janúar 2020 21:28 Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lagt til að stöðva humarveiðar næstu tvö árin Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Aflinn það sem af er ári er sá minnsti frá upphafi. 17. desember 2021 14:39
101 árs humarveiðikempa hvergi nærri hætt Virginia Oliver lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera orðin 101 árs gömul og rær enn til humarveiða undan ströndum Maine-ríkis í Bandaríkjunum, ásamt syni sínum, Max að nafni, sem er 78 ára. 16. september 2021 21:58
Humarleiðangur Hafró gekk vel Fimmtugasti og annar árlegur humarleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar fór fram um miðjan síðasta mánuð en 10. til 19. júní var myndað á 85 stöðvum frá Jökuldýpi til vesturs og til Lónsdýpis í austri. 1. júlí 2020 16:06
Leggja til staðbundið bann við humarveiðum Humarafli ársins 2020 ætti ekki að vera meiri en 214 tonn að mati Hafrannsóknastofnunar sem varar við sögulegri lægð humarstofnsins. 23. janúar 2020 21:28
Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15