Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 10:27 Jonathan Glenn hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV en var óvænt látinn fara þaðan eftir eitt ár og er nú tekinn við Keflavík. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði. Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV. ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV.
ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira