„Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum“ Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 10:59 Diljá Mist Einarsdóttir tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún settist á þing gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég er búin að fara á landsfund síðan ég var unglingur. Ég var að fara þangað til að gefa kjörnum fulltrúum línuna, ekki fá línur frá þeim.“ Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42
Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36
Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00