Vinkona Önnu Frank er látin Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 12:59 Hannah Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Anne Frank House Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri. Safnið Anne Frank House í Amsterdam greinir frá andlátinu og segir að hún hafi andast um liðna helgi, „Hannah Pick-Goslar hafði mikla þyðingu fyrir Anne Frank House. Við gátum ætíð hringt í hana,“ segir í yfirlýsingu safnsins að sögn ABC News. Pick Goslar var vinkona gyðingsins og táningsstúlkunnar Anne Frank sem lést í útrýmingarbúðum nasista þegar hún var sextán ára gömul. Hún kom við sögu í bókinni Dagbók Önnu Frank, undir nafninu Hanneli. Þær Anna og Hannah kynntust þegar þær urðu nágrannar í Amsterdam eftir að fjölskyldur þeirra flúðu frá Þýskalandi til Hollands. Flúðu þau eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og gyðingar sættu ofsóknum. Anne Frank House segir að Pick Goslar hafi átt ríkan þátt í að halda minningu Önnu Frank á lofti, en hún skrifaði meðal annars bók til heiðurs vinkonu sinni, Memories of Anne Frank; Reflections of a Childhood Friend. Anne Frank var og fjölskylda hennar földu sig frá nasistum í leyniherbergi í Amsterdam frá 1942 til 1944 þegar upp komst um þau. Voru þau handtekin af fulltrúum leynilögreglu nasista og flutt í útrýmingarbúðir. Í frétt ABC segir að Hannah Pick-Goslar hafi síðast séð Önnu Frank í febrúar 1945. Anne Frank og systir hennar Margot létust að öllum líkindum af völdum taugaveiki í útrýmingarbúðunum Bergen-Belsen mánuði síðar. Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði síðar sem hjúkrunarfræðingur. Andlát Ísrael Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Safnið Anne Frank House í Amsterdam greinir frá andlátinu og segir að hún hafi andast um liðna helgi, „Hannah Pick-Goslar hafði mikla þyðingu fyrir Anne Frank House. Við gátum ætíð hringt í hana,“ segir í yfirlýsingu safnsins að sögn ABC News. Pick Goslar var vinkona gyðingsins og táningsstúlkunnar Anne Frank sem lést í útrýmingarbúðum nasista þegar hún var sextán ára gömul. Hún kom við sögu í bókinni Dagbók Önnu Frank, undir nafninu Hanneli. Þær Anna og Hannah kynntust þegar þær urðu nágrannar í Amsterdam eftir að fjölskyldur þeirra flúðu frá Þýskalandi til Hollands. Flúðu þau eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og gyðingar sættu ofsóknum. Anne Frank House segir að Pick Goslar hafi átt ríkan þátt í að halda minningu Önnu Frank á lofti, en hún skrifaði meðal annars bók til heiðurs vinkonu sinni, Memories of Anne Frank; Reflections of a Childhood Friend. Anne Frank var og fjölskylda hennar földu sig frá nasistum í leyniherbergi í Amsterdam frá 1942 til 1944 þegar upp komst um þau. Voru þau handtekin af fulltrúum leynilögreglu nasista og flutt í útrýmingarbúðir. Í frétt ABC segir að Hannah Pick-Goslar hafi síðast séð Önnu Frank í febrúar 1945. Anne Frank og systir hennar Margot létust að öllum líkindum af völdum taugaveiki í útrýmingarbúðunum Bergen-Belsen mánuði síðar. Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði síðar sem hjúkrunarfræðingur.
Andlát Ísrael Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira