„Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2022 23:02 Marcello Milanezi, Brasilíumaður og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Vísir/Egill Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent