Tæplega tvö hundruð látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2022 19:44 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. arnar halldórsson Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Sóttvarnalæknir segir að sjúkdómurinn valdi mun meiri usla en aðrir smitsjúkdóma á borð við inflúensu. Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira