Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 23:01 Þjálfari Liverpool fór um víðan völl á blaðamannafundi kvöldsins. Nick Potts/Getty Images „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira