„Hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Valsmenn fagna sigri á móti Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, þekkir ágætlega til BM Benidorm liðsins sem er að fara spila við Val í Evrópudeildinni í kvöld. Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira