Læknafélagið telur fækkun millistjórnenda jákvæða þróun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:19 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, bindur vonir við að með breytti skipuriti muni raddir þeirra sem vinna í návígi með sjúklingum heyrast betur. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands telur að boðaðar skipulagsbreytingar á Landspítalanum séu jákvæðar og muni koma til með að færa völd og ákvarðanatöku nær þeim sem vinna á gólfinu og í návígi við sjúklinga. Í nýju skipuriti eru meðal annars tíu stöðugildi forstöðumanna lögð niður. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01