„Alræðisöfl virðast vera að eflast“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 17:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna. Norden.org Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þátt í leiðtogaumræðum á þingi Norðurlandaráðs í dag. Umræðuefnið var framtíð norræns samstarfs og hlutverk Norðurlanda í umheiminum. Þingið sem er hið 74. í röðinni stendur fram á fimmtudag. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Katrín hafi í ávarpi sínu rætt innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Hún sagði það ástand sem stríðið hefur skapað hafa dregið fram mikilvægi samvinnu og samstöðu Norðurlandanna. „Lýðræði, virðing fyrir mannréttindum og öflugt réttarríki eru þær grunnstoðir sem við byggjum samfélög okkar á og gera okkur betur kleift að mæta ógnum og tryggja velsæld fyrir íbúa. En lýðræðið á víða undir högg að sækja og alræðisöfl virðast vera að eflast,“ sagði forsætisráðherra. Katrín ræddi einnig mikilvægi þess að Norðurlöndin beiti sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi. Ræddu sterk tengsl og árangursríkt samstarf Norrænu forsætisráðherrarnir funduðu fyrr í dag en þeir ræddu meðal annars um loftslagsmál, græn umskipti og stöðuna á vinnu við framtíðarsýn til ársins 2030 um Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Ulf Kristersson, nýjum forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar ræddu þau sterk tengsl og árangursríkt samstarf landanna og mikilvægi norrænnar samvinnu. Forsætisráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í öryggis- og varnarmálum í Evrópu og aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Katrín hafi í ávarpi sínu rætt innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Hún sagði það ástand sem stríðið hefur skapað hafa dregið fram mikilvægi samvinnu og samstöðu Norðurlandanna. „Lýðræði, virðing fyrir mannréttindum og öflugt réttarríki eru þær grunnstoðir sem við byggjum samfélög okkar á og gera okkur betur kleift að mæta ógnum og tryggja velsæld fyrir íbúa. En lýðræðið á víða undir högg að sækja og alræðisöfl virðast vera að eflast,“ sagði forsætisráðherra. Katrín ræddi einnig mikilvægi þess að Norðurlöndin beiti sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi. Ræddu sterk tengsl og árangursríkt samstarf Norrænu forsætisráðherrarnir funduðu fyrr í dag en þeir ræddu meðal annars um loftslagsmál, græn umskipti og stöðuna á vinnu við framtíðarsýn til ársins 2030 um Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Ulf Kristersson, nýjum forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar ræddu þau sterk tengsl og árangursríkt samstarf landanna og mikilvægi norrænnar samvinnu. Forsætisráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í öryggis- og varnarmálum í Evrópu og aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu.
Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira