Halland drukknar í vinsældum Haalands Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 16:30 Erling Haaland hefur verið óstöðvandi í fremstu víglínu hjá Manchester City en er reyndar núna frá keppni vegna smávægilegra meiðsla. Getty Erling Haaland er orðinn að svo mikilli stjörnu að það hefur skapað viss vandræði fyrir ferðamálayfirvöld í sænska héraðinu Halland. Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira