„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“ Kristín Valsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:00 Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun