Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 13:16 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“ Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“
Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17