Gera eins og Eiríkur leggur til og bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:12 Fyrsta námskeiðið hófst í síðasta mánuði. Isavia Isavia og dótturfélög hafa ákveðið að bjóða starfsfólki, sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, að sækja íslenskunámskeið í boði félagsins í vinnutíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Námskeiðið er haldið af félaginu í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Segir að starfsfólk geti einnig bókað sig í íslenskunám utan vinnutíma í boði Isavia kjósi það svo. Staða íslenskrar tungu hefur mikið verið umræðunni síðustu misserin. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, er einn sem hefur blandað sér í umræðuna hefur lagt áherslu á að fyrirtæki og stofnanir leggi áherslu á að bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma,“ sagði Eiríkur í grein á Vísi. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrsta námskeiðið hafi hafist þann 11. október síðastliðinn og standi í átta vikur. Í fyrsta námshópnum séu þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum og komi úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar Hugmyndin kviknaði fyrir nokkru síðan Haft er eftir Gerði Pétursdóttur, fræðslustjóra hjá Isavia, að hugmyndin af því að bjóða starfsfólki upp á íslenskunám í vinnutíma hafi kviknað fyrir allnokkru síðan og hafi verkefnið verið í þróun. „Það var svo snemma í haust að við náðum að hnýta alla enda og koma þessu af stað.“ Hún segir að Isavia leggi áherslu á að efla færni starfsfólks á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í starfi og um leið auka veg íslenskunnar með þessum áþreifanlega hætti. „Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýjung fyrir okkar fólk. Við teljum okkur vita að þetta komi að góðu gagni fyrir okkar hóp og vonandi samfélagið í heild.“ Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Íslensk tunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Námskeiðið er haldið af félaginu í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Segir að starfsfólk geti einnig bókað sig í íslenskunám utan vinnutíma í boði Isavia kjósi það svo. Staða íslenskrar tungu hefur mikið verið umræðunni síðustu misserin. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, er einn sem hefur blandað sér í umræðuna hefur lagt áherslu á að fyrirtæki og stofnanir leggi áherslu á að bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma,“ sagði Eiríkur í grein á Vísi. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrsta námskeiðið hafi hafist þann 11. október síðastliðinn og standi í átta vikur. Í fyrsta námshópnum séu þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum og komi úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar Hugmyndin kviknaði fyrir nokkru síðan Haft er eftir Gerði Pétursdóttur, fræðslustjóra hjá Isavia, að hugmyndin af því að bjóða starfsfólki upp á íslenskunám í vinnutíma hafi kviknað fyrir allnokkru síðan og hafi verkefnið verið í þróun. „Það var svo snemma í haust að við náðum að hnýta alla enda og koma þessu af stað.“ Hún segir að Isavia leggi áherslu á að efla færni starfsfólks á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í starfi og um leið auka veg íslenskunnar með þessum áþreifanlega hætti. „Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýjung fyrir okkar fólk. Við teljum okkur vita að þetta komi að góðu gagni fyrir okkar hóp og vonandi samfélagið í heild.“
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Íslensk tunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira