Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 16:18 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur í Miðgarði á Selfossi. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur. Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður þann 9. febrúar síðastliðinn fyrir brot sín. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa í tvígang farið inn á vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka við Gljúfurholtsá við Suðurlandsveg í Ölfusi og stolið þaðan samtals 166 stykkjum af Doka-plötum. Plöturnar eru af stærðinni 50 x 300 sentimetrar og áætlað verðmæti þeirra rúmlega ein og hálf milljón króna. Skömmu áður en hann stal plötunum hafði hann auglýst svipaðar plötur til sölu á Facebook undir notendanafninu „Ás Byggingar Og Iðnaður“. Annar maður samþykkti að kaupa 110 stykki af plötunum og eitt þúsund zetur fyrir 317 þúsund króna. Doka plötur eru notaðar í byggingariðnaði.Doka Sama kvöld og hann fékk greitt frá manninum sem vildi kaupa plöturnar fór hann í hraðbanka í Hveragerði og tók 250 þúsund krónur út af bankareikningi sínum. Þannig svipti hann löglegum eiganda þeirra möguleika á að endurheimta fjármunina. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa nota þær 67 þúsund krónur sem eftir voru inni á bankareikning hans. Maðurinn kom fyrir dómi þann 7. október síðastliðinn og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fimm sinnum vegna auðgunarbrota, nú síðast í maí árið 2021. Með teknu tilliti til sakaferils hans var metið sem svo að ekki þætti efni til að skilorðsbinda refsingu mannsins. Hann þarf því að dvelja í 45 daga í fangelsi. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu 85 þúsund krónum. Einnig þarf hann að greiða þóknun skipaðs verjanda síns sem hljóðar upp á 675 þúsund krónur.
Dómsmál Hveragerði Ölfus Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira