Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 11:11 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota. Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38