Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:03 Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldu sem var send úr landi í nótt segir forsætisráðherra fara með rangt mál er hún tjáði sig um málefni þeirra í bítinu í morgun. samsett/vilhelm Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira