Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:03 Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldu sem var send úr landi í nótt segir forsætisráðherra fara með rangt mál er hún tjáði sig um málefni þeirra í bítinu í morgun. samsett/vilhelm Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
„Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“