Segist hafa verið hótað líkamsmeiðingum og ekki upplifað sig öruggan Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2022 11:30 Ásgeir Kolbeinsson hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í yfir tvo áratugi. Ásgeir Kolbeinsson vakti fyrst athygli sem útvarpsmaður á FM957 en hefur síðan þá starfað sem sjónvarpsmaður, veitingamaður, rak skemmtistað og meðal annars flutt inn tónlistarmanninn Scooter. Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson. Ásgeir rak skemmtistaðinn Austur fyrir nokkrum árum en reksturinn tók heldur betur u-beygju þegar hann seldi skemmtistaðinn og að hans sögn stóðu kaupendur ekki við neitt sem lofað var og reyndu hvað eftir annað að eyðileggja allan rekstrargrundvöll þegar kaupferlið var í gangi. Ásgeir segir að þessi tími hafi verið hans allra erfiðasti á lífsleiðinni. „Þetta var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í einhver fjögur ár,“ segir Ásgeir. „Það er gaman að eiga skemmtistað og mér finnst mjög gaman að gleðja fólk og það er enn þann dag í dag fólk að koma að mér og segjast hafa kynnst á Austur og eiga tvö eða þrjú börn í dag.“ Hann segist hafa lagt mikið í að skapa gott andrúmsloft inni á Austur og var miklu eytt í innanhúshönnun staðarins. En að málinu erfiða þegar Ásgeir fellst á að selja staðinn. „Það kemur aðili til okkar árið 2013 og vill kaupa staðinn. Hann vildi kaupa sig inn helming á móti mér og meðeigandi mínum. Við höfðum þá engan áhuga á að selja en hann heldur áfram að hækka verðið og þá segjum við að annað hvort seljum við allan staðinn eða ekkert. Hann felst á það og í framhaldinu af því byrjar alveg hræðileg atburðarás,“ segir Ásgeir og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson „Það var í rauninni allt gert til að reyna standa ekki við kaupin og skemma fyrir á sama tíma. Þetta var mál sem stóð yfir í að verða þrjú ár, kostaði gríðarlega fjármuni, orku og tók alveg svakalega á mig og fjölskylduna og fullt af fólki. Þetta endaði í raun eins og í spennumynd þar sem allt í einu kemur í ljós að sá sem þú hélt að væri morðinginn var það ekki og það kemur einhver nýr inn. Málið tók mikla kúvendingu í lokin sem hafði það í för með sér að lendingin varð mýkri.“ Eins og áður segir hann að málið hafi tekið gríðarlega á. „Þetta mótaði mig mikið bæði í viðskiptum og varðandi fólk. Þetta er mál sem mig hefur lengi viljað skrifa um. Það tengdust inn í þetta bankar, fjármálastofnanir, ríkið, lögregla og rannsóknarlögregla og innflytjendastofnun. Ég veit ekki hvaða stofnanir komu ekki að þessu málið því þetta voru erlendir aðilar sem keyptu staðinn. Þetta fór allt fyrir dómstóla og allt mál sem við unnum.“ Eins og alvöru bíómynd Ásgeir segist hafa haldið að allir samningar væru alveg upp á tíu í ferlinum. „Samningar eru einu sinni þannig að þeir eru bara samningar. Ef þú vilt brjóta samninginn þá getur þú eyðilagt eitthvað í millitíðinni. Ef ég geri samning við þig um að kaupa bílinn þinn, svo fer ég og klessukeyri hann og þú ferð fyrir dómstóla og ætlar ekki að borga neitt. Málið er þá dæmt þér í hag en þú átt kannski engan pening til að borga mér þá er enginn að fara borga þennan bíl. Ég fór mjög illa út úr þessu.“ Hann segist hafa fengið yfir sig töluvert margar hótanir í öllu ferlinu. „Allt frá líkamsmeiðingum yfir í allskonar hluti. Sem gerði það að verkum að þú varst allt í einu ekki öruggur eða fannst þú ekki vera öruggur. Þetta er bara eins og í lygasögu og það að það sé hægt að beygja og stýra kerfinu svona mikið er með ólíkindum. Þetta væri svakaleg bíómynd. Austursmálið er það lang erfiðasta sem ég hef þurft að eiga við á ævi minni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira. Uppfært kl 16:35 - Meint hótun gegn Ásgeiri var rannsökuð af lögreglu á sínum tíma og var málið fellt niður og ekki talin ástæða til að ákæra. Einkalífið Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson. Ásgeir rak skemmtistaðinn Austur fyrir nokkrum árum en reksturinn tók heldur betur u-beygju þegar hann seldi skemmtistaðinn og að hans sögn stóðu kaupendur ekki við neitt sem lofað var og reyndu hvað eftir annað að eyðileggja allan rekstrargrundvöll þegar kaupferlið var í gangi. Ásgeir segir að þessi tími hafi verið hans allra erfiðasti á lífsleiðinni. „Þetta var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í einhver fjögur ár,“ segir Ásgeir. „Það er gaman að eiga skemmtistað og mér finnst mjög gaman að gleðja fólk og það er enn þann dag í dag fólk að koma að mér og segjast hafa kynnst á Austur og eiga tvö eða þrjú börn í dag.“ Hann segist hafa lagt mikið í að skapa gott andrúmsloft inni á Austur og var miklu eytt í innanhúshönnun staðarins. En að málinu erfiða þegar Ásgeir fellst á að selja staðinn. „Það kemur aðili til okkar árið 2013 og vill kaupa staðinn. Hann vildi kaupa sig inn helming á móti mér og meðeigandi mínum. Við höfðum þá engan áhuga á að selja en hann heldur áfram að hækka verðið og þá segjum við að annað hvort seljum við allan staðinn eða ekkert. Hann felst á það og í framhaldinu af því byrjar alveg hræðileg atburðarás,“ segir Ásgeir og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson „Það var í rauninni allt gert til að reyna standa ekki við kaupin og skemma fyrir á sama tíma. Þetta var mál sem stóð yfir í að verða þrjú ár, kostaði gríðarlega fjármuni, orku og tók alveg svakalega á mig og fjölskylduna og fullt af fólki. Þetta endaði í raun eins og í spennumynd þar sem allt í einu kemur í ljós að sá sem þú hélt að væri morðinginn var það ekki og það kemur einhver nýr inn. Málið tók mikla kúvendingu í lokin sem hafði það í för með sér að lendingin varð mýkri.“ Eins og áður segir hann að málið hafi tekið gríðarlega á. „Þetta mótaði mig mikið bæði í viðskiptum og varðandi fólk. Þetta er mál sem mig hefur lengi viljað skrifa um. Það tengdust inn í þetta bankar, fjármálastofnanir, ríkið, lögregla og rannsóknarlögregla og innflytjendastofnun. Ég veit ekki hvaða stofnanir komu ekki að þessu málið því þetta voru erlendir aðilar sem keyptu staðinn. Þetta fór allt fyrir dómstóla og allt mál sem við unnum.“ Eins og alvöru bíómynd Ásgeir segist hafa haldið að allir samningar væru alveg upp á tíu í ferlinum. „Samningar eru einu sinni þannig að þeir eru bara samningar. Ef þú vilt brjóta samninginn þá getur þú eyðilagt eitthvað í millitíðinni. Ef ég geri samning við þig um að kaupa bílinn þinn, svo fer ég og klessukeyri hann og þú ferð fyrir dómstóla og ætlar ekki að borga neitt. Málið er þá dæmt þér í hag en þú átt kannski engan pening til að borga mér þá er enginn að fara borga þennan bíl. Ég fór mjög illa út úr þessu.“ Hann segist hafa fengið yfir sig töluvert margar hótanir í öllu ferlinu. „Allt frá líkamsmeiðingum yfir í allskonar hluti. Sem gerði það að verkum að þú varst allt í einu ekki öruggur eða fannst þú ekki vera öruggur. Þetta er bara eins og í lygasögu og það að það sé hægt að beygja og stýra kerfinu svona mikið er með ólíkindum. Þetta væri svakaleg bíómynd. Austursmálið er það lang erfiðasta sem ég hef þurft að eiga við á ævi minni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira. Uppfært kl 16:35 - Meint hótun gegn Ásgeiri var rannsökuð af lögreglu á sínum tíma og var málið fellt niður og ekki talin ástæða til að ákæra.
Einkalífið Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira