Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 15:16 Kópavogsbúinn og ráðherrann Jón segist hafa bent Unni á að ekki væri staðið rétt að listum landsfundafulltrúa úr Kópavoginum. Það hafi hann gert í stuttu símtali. Jón vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum vegna þessa. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá segir Unnur Berglind, sem er formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, hún hafa verið tekin í einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu af kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins. Hún metur það sem svo að kjörbréfanefnd, sem lögmennirnir Brynjar Níelsson, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson skipa, hafi verið að ganga erinda Bjarna Benediktssonar í harðvítugum formannsslag við Guðlaug Þór Þórðarson. Þar segir hún meðal annars að hún hafi „fengið „hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns.“ Í samtali við DV segir Unnur að Jón Gunnarsson sé einn þessara jakkafataklæddu manna, umræddur háttsettur sem vildi reka erindi Bjarna formanns og hún sé ekki eina manneskjan sem hafi fengið slík símtöl frá Jóni. Við að sjóða uppúr innan vébanda Sjálfstæðisflokksins Svo virðist sem það sé við að sjóða uppúr innan flokksins vegna komandi Landsfundar, sem haldinn verður um helgina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er mönnum í innsta hring orðið um og ó vegna hinna hatrömu átaka sem sá formannsslagur hefur kallað fram. Fjögur ár eru síðan Landsfundur var haldinn og mönnum greinilega orðið mál og virðast margir meta það sem svo að miklir hagsmunir séu undir, hver verði formaður flokksins. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa á milli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns og ráðherra í formannskosningum á landsfundi á sunnudag. Svo virðist sem stuðningsmenn þeirra séu að láta kappið hlaupa með sig í gönur.AP/Vilhelm Jón Gunnarsson hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem að sér snýr sem og störfum kjörbréfanefndar. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við framangreint. Ég átti eitt stutt símtal við formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi sunnudaginn 30. október þar sem ég benti henni á ólögmæti listanna. Ég lýsti áhyggjum mínum af því að ef ekki yrði brugðist við væri hætta á að fáir hefðu heimild til setu á landsfundi fyrir hönd Kópavogs.“ Segir ekki réttilega staðið að lista úr Kópavoginum Jón Gunnarsson, sem býr í Kópavogi, segir að upp hafi verið komin alvarleg staða við val á landsfundarfulltrúum. Hann vísar í lög flokksins þess efnis að halda beri félagsfund sérstaklega til að staðfesta val á fulltrúum. En það hafi farist fyrir í Kópavogi heldur hafi stjórn fulltrúaráðsins látið duga að samþykkja listana. „Að loknum stjórnarfundi þess ágæta ráðs, en áður en listinn var sendur til skrifstofu Valhallar, var þó fjölda aðila einhliða bætt á listann án þess að það hefði verið borið undir stjórn eða félagsfund. Ekki þarf að fjölyrða um lögmæti þessara vinnubragða.“ Jón segir að hann hafi því meðal annarra hvatt formann Sjálfstæðisfélagsins og formann fulltrúaráðsins í Kópavogi til að halda þar til bæra fundi til að afgreiða lögmæta lista. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá segir Unnur Berglind, sem er formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, hún hafa verið tekin í einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu af kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins. Hún metur það sem svo að kjörbréfanefnd, sem lögmennirnir Brynjar Níelsson, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson skipa, hafi verið að ganga erinda Bjarna Benediktssonar í harðvítugum formannsslag við Guðlaug Þór Þórðarson. Þar segir hún meðal annars að hún hafi „fengið „hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns.“ Í samtali við DV segir Unnur að Jón Gunnarsson sé einn þessara jakkafataklæddu manna, umræddur háttsettur sem vildi reka erindi Bjarna formanns og hún sé ekki eina manneskjan sem hafi fengið slík símtöl frá Jóni. Við að sjóða uppúr innan vébanda Sjálfstæðisflokksins Svo virðist sem það sé við að sjóða uppúr innan flokksins vegna komandi Landsfundar, sem haldinn verður um helgina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er mönnum í innsta hring orðið um og ó vegna hinna hatrömu átaka sem sá formannsslagur hefur kallað fram. Fjögur ár eru síðan Landsfundur var haldinn og mönnum greinilega orðið mál og virðast margir meta það sem svo að miklir hagsmunir séu undir, hver verði formaður flokksins. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa á milli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns og ráðherra í formannskosningum á landsfundi á sunnudag. Svo virðist sem stuðningsmenn þeirra séu að láta kappið hlaupa með sig í gönur.AP/Vilhelm Jón Gunnarsson hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem að sér snýr sem og störfum kjörbréfanefndar. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við framangreint. Ég átti eitt stutt símtal við formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi sunnudaginn 30. október þar sem ég benti henni á ólögmæti listanna. Ég lýsti áhyggjum mínum af því að ef ekki yrði brugðist við væri hætta á að fáir hefðu heimild til setu á landsfundi fyrir hönd Kópavogs.“ Segir ekki réttilega staðið að lista úr Kópavoginum Jón Gunnarsson, sem býr í Kópavogi, segir að upp hafi verið komin alvarleg staða við val á landsfundarfulltrúum. Hann vísar í lög flokksins þess efnis að halda beri félagsfund sérstaklega til að staðfesta val á fulltrúum. En það hafi farist fyrir í Kópavogi heldur hafi stjórn fulltrúaráðsins látið duga að samþykkja listana. „Að loknum stjórnarfundi þess ágæta ráðs, en áður en listinn var sendur til skrifstofu Valhallar, var þó fjölda aðila einhliða bætt á listann án þess að það hefði verið borið undir stjórn eða félagsfund. Ekki þarf að fjölyrða um lögmæti þessara vinnubragða.“ Jón segir að hann hafi því meðal annarra hvatt formann Sjálfstæðisfélagsins og formann fulltrúaráðsins í Kópavogi til að halda þar til bæra fundi til að afgreiða lögmæta lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17