Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2022 08:30 Hópurinn fékk endurgreiddan kostnað frá Play vegna sætavals í Airbus-vélinni, en fær hins vegar engar skaðabætur fyrir að hafa flogið til Alicante í leiguflugvél. Vísir/Vilhelm Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31