Innan við tveir sólarhringar eru í að niðurstaða liggur fyrir um hvort Bjarni sitji áfram á formannsstól.
Spennan var sérstaklega mikil og eftirvænting sömuleiðis meðal Sjálfstæðismanna sem ekki hafa komið saman til landsfundar síðan 2018. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, býður sig fram til formanns gegn Bjarna.
Lagið Don't Stop Believin' með Journey hljómaði hátt og sérstakt peppmyndband var sýnt flokksmönnum áður en formaðurinn setti fundinn.
Hægt er að sjá stemninguna og peppmyndband Sjálfstæðisflokksins hér að neðan.