Þingmaðurinn, Gregoire de Fournas er í Þjóðfylkingunni, flokki hægri öfgamanna. Hann lét orðin falla þegar þingmaðurinn Carlos Martens Bilongo, sem er dökkur á hörund, var að flytja ræðu um bága stöðu flóttafólks. AP fréttaveitan greinir frá.
La honte. Voilà le #RN parti de guerre civile et de racisme. De tels propos à l'Assemblée nationale française sont au-delà de l intolérable. La déchéance et l'exclusion de l'injurieur doivent être décidées ! #DirectAN pic.twitter.com/hqaSVWoEvG
— Jean-Luc Mélenchon (@JLMelenchon) November 3, 2022
Forseti löggjafarþingsins stöðvaði samkomuna tafarlaust og uppnám braust út meðal þingmanna. Bilongo segist djúplega særður vegna orðanna. Þá hefur Emmanuel Macron forseti Frakklands fordæmt framkomu de Fournas. Sá síðarnefndi segir að brottvísunin sé ósanngjörn og hann hafi ekkert gert af sér.
De Fournas segir að orðin hafi beinst að stefnu stjórnvalda í málefnum flóttamanna og hann standi við þau orð.