Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 20:06 Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira