Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 20:06 Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira