Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 22:00 Napoli eru óstöðvandi heima fyrir. DeFodi Images/Getty Images Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira