„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:01 Tilfinningarnar báru Piqué ofurliði. David S. Bustamante/Getty Images Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira