Andri Lucas var í byrjunarliði Norrköping í dag og hann lagði upp fyrsta mark leiksins þegar skot hans var varið en Laorent Shabani fylgdi eftir og kom gestunum yfir þegar aðeins sex mínútur voru liðnar.
Gästande IFK Norrköping och Laorent Shabani sätter ledningsmålet mot BK Häcken tidigt i matchen!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2022
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ZqELGAjbfT
Heimamenn jöfnuðu metin á 18. mínútu en Shabani var aftur á ferðinni eftir rúman hálftíma og staðan orðin 2-1 Norrköping í vil. Valgeir Lunddal átti svo sendingu á Mikkel Rygaard Jensen sem jafnaði metin með þrumuskoti og staðan 2-2 í hálfleik.
Månadens spelare, Mikkel Rygaard, kvitterar för BK Häcken precis innan paus! 2-2.
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2022
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/gwfbvZBllu
Amane Romeo kom Häcken yfir í síðari hálfleik og virtist sem það yrði sigurmarkið. Arnór Sigurðsson var á annarri skoðun en hann jafnaði metin í 3-3 með glæsilegu marki á 94. mínútu og þar við sat. Íslendingar svo sannarlega í aðalhlutverkum í þessum stórskemmtilega leik.
Arnor Sigurdsson kvitterar för IFK Norrköping i den 94:e minuten! 3-3. pic.twitter.com/lFYCzg3NEc
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2022
Valgeir Lunddal spilaði 88 mínútur í hægri bakverði meistaranna á meðan Arnór Ingvi Traustason, Arnór Sigurðsson og Andri Lucas byrjuðu fyrir gestina. Ari Freyr Skúlason leysti Arnór Ingva af velli í síðari hálfleik.
Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði 80 mínútur í 1-0 útisigri Elfsborg á AIK. Davíð Kristján Ólafsson nældi sér í gult spjald í 4-0 sigri Kalmar á Sundsvall. Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í 3-2 tapi Sirius gegn Varberg. Óli Valur Ómarsson kom inn af bekknum undir lok leiks hjá Sirius.