Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Þorvaldur Friðriksson hefur lengi rannsakað keltnesk áhrif á Íslandi, sérstaklega á hin ýmsu örnefni sem finnast víða um land og eru illskiljanleg þegar keltneskt samhengi er ekki fyrir hendi. vísir/egill Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent