Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um málefni hælisleitenda hér á landi og aðgerðir lögreglu til að koma þeim úr landi. Mál föður Ríkislögreglustjóra verður einnig til umfjöllunar. Loftslagsráðstefnan í Egyptalandi er hafin af fullum krafti og þá tökum við stöðuna á flensunni, sem farin er að láta á sér kræla hér á landi.

Héraðssaksóknari segir að skýrsla hafi verið tekin af föður ríkislögreglustjóra, í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða, daginn áður en héraðssaksóknara var falin rannsókn málsins. 

Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Rætt verður við Helgi Valberg Jensson er yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra um aðgerðir lögreglunnar á dögunum sem vakið hafa hörð viðbrögð.

Flensan er farin að láta á sér kræla hér á landi og við ræðum við Sigríði Dóru Magnúsdóttur hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×