92 þúsund flugu með Play í október Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Play flutti 91.940 farþega í október og sætanýting var 81,9 prósent. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira