92 þúsund flugu með Play í október Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Play flutti 91.940 farþega í október og sætanýting var 81,9 prósent. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Um 35 prósent voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5 prósent voru farþegar á leið til Íslands og 36,3 prósent voru tengifarþegar. Í tilkynningunni segir að almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands hafi verið minni en búist var við síðustu mánuði þar sem mörg hótel voru uppbókuð og það sama mátti segja um bílaleigubíla. Afleiðing þess var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. „Nú horfir hins vegar til framfara og PLAY sér aukna eftirspurn meðal farþega á leið til landsins á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningunni. „Inneignum ferðamanna hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum, sem fengust höfðu í faraldrinum og nýttar voru í miklum mæli á þessu ári, hefur fækkað til muna. Ferðamálastofa spáir um 40 prósent fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022 og PLAY sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár.“ Stundvísi í október var 95,4 prósent Vitnað er í Birgi Jónsson, forstjóra Play í tilkynningunni frá félaginu. Þar segir hann að í síðustu viku hafi ársfjórðungsuppgjör félagsins verið kynnt. Hann líti á það sem sannkallað afrek að svo ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði við þær ytri aðstæður sem það hafi starfað við. „Meirihluti áfangastaða okkar var glænýr í leiðakerfinu og vörumerki PLAY því að mestu óþekkt á mörkuðum. Sætanýtingin á Q3 var 85 prósent sem er mjög ásættanlegt og við búumst við góðri sætanýtingu næstu mánuði. Það er líka mjög jákvætt að við erum þegar farin að sjá aukningu á farþegum til Íslands á næstu mánuðum. Okkar magnaði hópur starfsmanna er kominn á fullt við undirbúning þess að færa enn út kvíarnar. Við erum að ráða fólk, fjórar flugvélar eru á leið til okkar og áfangastaðir eru að bætast við. Ég horfi spenntur til framtíðar því PLAY er að verða sterkt og arðbært lággjaldaflugfélag með vaxandi tekjugrunn og ánægða viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent