Dalabyggð – samfélag í sókn Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Nýsköpun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðastofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður. Sveitarfélög sem undanfarin ár hafa búið við íbúafækkun, einhæft atvinnulíf eða eiga að einhverju leyti undir högg að sækja geta sótt um aðild að verkefninu. Sveitarfélagið Dalabyggð, ásamt fulltrúum íbúa, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar hafa myndað verkefnastjórn sem heldur utan um verkefnið allt ásamt verkefnastjóra þess. Haldið hefur verið íbúaþing og íbúafundur í kjölfarið þar sem þarfir og væntingar í tengslum við þetta spennandi verkefni voru kortlagðar og til hefur orðið svokallaður frumkvæðissjóður DalaAuðar. Fyrir stuttu var auglýst eftir umsóknum í tengslum við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Er skemmst frá að segja að það bárust 30 spennandi umsóknir til verkefnastjórnarinnar og fengu 21 umsókn brautargengi þannig að það má glöggt sjá og finna að það er hugur í okkur í Dölunum. Það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja samfélagið okkar. Við erum rétt að byrja og við eigum eftir að úthluta í nokkur skipti til viðbótar og stefnt er að næstu úthlutun á vormánuðum árið 2023. Ég vil hvetja þá íbúa Dalabyggðar sem ganga með hugmyndir um spennandi uppbyggingarverkefni í maganum að hugsa til þess þannig að við hér í Dalabyggð sýnum og sönnum að við erum í sóknarhug. Það er víðar en hér í Dölum sem dreifðar byggðir eru í sóknarhug. Ég sá á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir stuttu frétt þess efnis að fulltrúi stofnunarinnar hefði tekið þátt í ráðstefnu OECD um byggðaþróun sem fram fór í Cavan-sýslu á Írlandi fyrir stuttu. Þema þeirrar ráðstefnunnu voru sjálfbærar, sterkar og blómlegar dreifðar byggðir og var það álit ráðstefnugesta að jákvæðnin, framsýnin og drifkrafturinn hafi nánast verið áþreifanlegur hjá fundargestum og framsögufólki. Í opnunarávarpi ráðstefnunnar sagði Heather Humpreys, ráðherra félags- og byggðamála á Írlandi m.a. eftirfarandi: „Þegar við leiðum hugann að dreifðum byggðum, megum við ekki leyfa okkur að horfa til hnignunar. Þess í stað ættum við að hugsa um einstök lífsgæði, nýsköpun, blómstrandi samfélög og ekki síst, tækifæri. Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað“ Að mati fulltrúa Byggðastofnunar var það sem stóð upp úr að ráðstefnu lokinni mikilvægi þeirrar þróunar sem nú er að eiga sér stað á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu og þar er Ísland ekki undanskilið. Sú breyting er að eiga sér stað að hugrenningartengsl fólks í samhengi dreifðra byggða og landsbyggða er ekki lengur bundin við skort á tækifærum, fólksfækkun eða aðrar slíkar áskoranir. Nú eru það tækifærin, lífsgæðin, nýsköpunin, vöxturinn, framsýnin og afkastagetan sem fyrst komi upp í huga fólks og það er þróun sem mikilvægt er að ýta undir með uppbyggilegri umræðu og sýnileika byggðanna. Því eins og fyrrnefndur ráðherra komst að orði: „Viðhorf eru mikilvæg – því viðhorf skapa metnað.“ Ágætu Dalamenn og aðrir vildarvinir okkar, tökum þessa nálgun til okkar hér í Dölum því hér eru svo sannarlega tækifærin, mannauðurinn og framtíðin því við erum samfélag í sókn! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar