Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2022 11:02 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. Í sögulegu samhengi er það yfirleitt svo að sá flokkur sem forseti Bandaríkjanna tilheyrir, tapar í þingkosningum á miðju forsetakjörtímabili. Allt útlit er fyrir að kosningarnar nú verði engin undantekning. Biden þykir til að mynda tiltölulega óvinsæll forseti, þó vinsældartölur hans samkvæmt könnunum séu á svipuðu róli og hjá Trump eftir hans fyrstu tvö ár, samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight. Líklegan sigur Repúblikana í fulltrúadeildinni má einnig að miklu leyti rekja til nýrra breytinga á kjördæmum víðsvegar um Bandaríkin. Sjá einnig: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum FiveThirtyEight hefur birt lokaspá spálíkans miðilsins fyrir kosningarnar en það líkan er unnið með því að taka saman kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt lokaspánni eru 84 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Ætla að rannsaka Biden og mögulega ákæra Fari svo, eins og virðist óhjákvæmilegt að svo stöddu, þykja þeir líklegir til að hamla Biden eins og þeir geta. AP fréttaveitan segir að á árum áður hafi blendin ríkisstjórn boðið upp á möguleika á viðræðum og samvinnu milli flokka. Nú séu Repúblikanar hins vegar að bjóða sig fram á þeim grundvelli að stöðva Biden og Demókrata. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Stuðningsmenn Trumps í fulltrúadeildinni munu að öllum líkindum hefja rannsóknir sem beinast gegn Biden, með því markmiði að hefna fyrir þær rannsóknir sem Demókratar beindu gegn Trump þegar hann var í Hvíta húsinu, samkvæmt frétt Washington Post. Leiðtoga Repúblikanaflokksins hafa meðal annars gefið í skyn að þeir muni hefja rannsókn sem beinast eigi að Hunter Biden, syni forsetans sem Repúblikanar hafa lengi sakað um misferli í tengslum við viðskiptasamninga erlendis, landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, dómsmálaráðunyetinu, brottflutningi Bandaríkjamanna frá Afganistan og öðrum atvikum. Jafnvel hafa þeir sagt að Biden verði ákærður fyrir embættisbrot, eins og Demókratar gerðu tvisvar við Trump, án þess þó að geta sagt til um fyrir hvað nákvæmlega. Repúblikanar hafa sömuleiðis gert ljóst mikilvæg frumvörp eins og fjárlög verði notuð gegn Biden. Verra að tapa meirihluta í öldungadeildinni Þrátt fyrir það yrði þó líklega vera fyrir Biden ef Demókratar missa yfirráð í öldungadeildinni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Sjá einnig: Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Lokaspá FiveThirtyEight segir 59 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í öldungadeildinni. Biden sagði á nýlegum fjáröflunarfundi í Chicago að meirihluti Repúblikana í báðum deildum þingsins fæli í sér að næstu tvö ár yrðu „ömurleg“. Hann sagði þó jákvætt að hann héldi á neitunarvalds-penna og gæti komið í veg fyrir að Repúblikanar semji ný lög og breyti gömlum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. 7. nóvember 2022 08:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Í sögulegu samhengi er það yfirleitt svo að sá flokkur sem forseti Bandaríkjanna tilheyrir, tapar í þingkosningum á miðju forsetakjörtímabili. Allt útlit er fyrir að kosningarnar nú verði engin undantekning. Biden þykir til að mynda tiltölulega óvinsæll forseti, þó vinsældartölur hans samkvæmt könnunum séu á svipuðu róli og hjá Trump eftir hans fyrstu tvö ár, samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight. Líklegan sigur Repúblikana í fulltrúadeildinni má einnig að miklu leyti rekja til nýrra breytinga á kjördæmum víðsvegar um Bandaríkin. Sjá einnig: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum FiveThirtyEight hefur birt lokaspá spálíkans miðilsins fyrir kosningarnar en það líkan er unnið með því að taka saman kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt lokaspánni eru 84 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Ætla að rannsaka Biden og mögulega ákæra Fari svo, eins og virðist óhjákvæmilegt að svo stöddu, þykja þeir líklegir til að hamla Biden eins og þeir geta. AP fréttaveitan segir að á árum áður hafi blendin ríkisstjórn boðið upp á möguleika á viðræðum og samvinnu milli flokka. Nú séu Repúblikanar hins vegar að bjóða sig fram á þeim grundvelli að stöðva Biden og Demókrata. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Stuðningsmenn Trumps í fulltrúadeildinni munu að öllum líkindum hefja rannsóknir sem beinast gegn Biden, með því markmiði að hefna fyrir þær rannsóknir sem Demókratar beindu gegn Trump þegar hann var í Hvíta húsinu, samkvæmt frétt Washington Post. Leiðtoga Repúblikanaflokksins hafa meðal annars gefið í skyn að þeir muni hefja rannsókn sem beinast eigi að Hunter Biden, syni forsetans sem Repúblikanar hafa lengi sakað um misferli í tengslum við viðskiptasamninga erlendis, landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, dómsmálaráðunyetinu, brottflutningi Bandaríkjamanna frá Afganistan og öðrum atvikum. Jafnvel hafa þeir sagt að Biden verði ákærður fyrir embættisbrot, eins og Demókratar gerðu tvisvar við Trump, án þess þó að geta sagt til um fyrir hvað nákvæmlega. Repúblikanar hafa sömuleiðis gert ljóst mikilvæg frumvörp eins og fjárlög verði notuð gegn Biden. Verra að tapa meirihluta í öldungadeildinni Þrátt fyrir það yrði þó líklega vera fyrir Biden ef Demókratar missa yfirráð í öldungadeildinni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Sjá einnig: Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Lokaspá FiveThirtyEight segir 59 prósent líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í öldungadeildinni. Biden sagði á nýlegum fjáröflunarfundi í Chicago að meirihluti Repúblikana í báðum deildum þingsins fæli í sér að næstu tvö ár yrðu „ömurleg“. Hann sagði þó jákvætt að hann héldi á neitunarvalds-penna og gæti komið í veg fyrir að Repúblikanar semji ný lög og breyti gömlum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. 7. nóvember 2022 08:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. 7. nóvember 2022 08:27