Brynhildur starfaði sem upplýsingafulltrúi samtakanna frá árinu 2017 en nafni starfsins var breytt í kjölfar ráðningar Odds. Brynhildur hætti störfum í ágúst, á sama tíma og Oddur tók við. Í tilkynningu segir að nýji titillinn endurspegli áherslubreytingar í starfinu.
Oddur er 35 ára gamall og er menntaður í sagnfræði og blaða- og fréttamennsku. Hann hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu síðan árið 2017 en þar áður vann hann hjá Ríkisútvarpinu.