Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. nóvember 2022 22:23 Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira