Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:01 Kjósendur í þremur ríkjum í Bandaríkjunum samþykktu að festa rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkjanna. epa/Will Oliver Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira