Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:11 Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram eftir þriggja vikna fjarveru. Vísir/Daníel Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram. Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram.
Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira