„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Snorri Másson skrifar 9. nóvember 2022 23:01 Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01