Falin skólagjöld Háskóla Íslands Rebekka Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 09:00 Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar