Að dansa í kringum gullkálfinn Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. nóvember 2022 08:31 Íbúar þessa lands hafa á síðustu misserum og árum tekist á við fordæmalausa tíma og aðstæður. Alheimsfaraldur skall á með harkalegum afleiðingum fyrir ríki heims þar sem fjölskyldur, heimili og fyrirtæki kljást enn við afleiðingarnar. Í kjölfarið kom svo stríð í Evrópu, eitthvað sem flest okkar töldu heyra sögunni til og nær óhugsandi að slíkur atburður gæti endurtekið sig. Ég tel því rétt, í ljósi þess, að höfða hér til samvisku banka og tryggingafélaga sem með aðgerðum sínum og stefnu geta haft mikil áhrif á lífskjör fólks í landinu. Kjaraviðræður Fram undan eru kjaraviðræður og allar líkur eru á að þær verði nokkuð þungar. Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur hækkun útgjalda hjá fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði numið allt að 128.607 krónum á mánuði ef miðað er við útgjöld hennar frá fyrra ári. Þetta eru verulega, verulega háar tölur, og til það sé hægt að fleyta íslenskum fjölskyldum í gegnum núverandi ástand þarf meira til en að ríkið komi inn með aðgerðir. Hér þurfa allir að líta í sinn eigin barm og hugsa með sér hvað hægt sé að gera til að koma samfélaginu öllu á þann stað sem við viljum vera. Þá tel ég rétt að horfa sérstaklega til þeirra sem oft eru kölluð breiðu bökin í daglegu tali. Iðgjöld hafa hækkað… Iðgjöld tryggingafélaga hafa hækkað mikið á síðastliðnum árum á sama tíma og tryggingafélög sitja á milljarða bótasjóði. Ábyrgð tryggingarfélaga á heimils bókhald íslenskra heimila er mikil. Í samtölum mínum við fólk hef ég heyrt að ekki sé óeðlilegt að fjölskyldur séu að greiða á bilinu 40-55 þúsund krónur á mánuði fyrir líf-, bíla og heimilistryggingar. Það sjá allir sem sjá vilja að hér er um að ræða verulegar upphæðir þegar þær eru settar í samhengi við önnur útgjöld sem meðaltalsfjölskyldan þarf að greiða. Þá tek ég sérstaklega út barnafjölskyldur sem fyrir utan að greiða af húsnæðislánum eða leigu þurfa einnig að greiða leikskólagjöld, fæðiskostnað í skólum, íþróttaæfingar o.s.frv. Það getur ekki verið að við ætlum okkur að stefna þangað sem samfélag að tryggingar séu aðeins á færi þeirra efnameiri. …Og bankarnir skila miklum hagnaði Þá birtu Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki uppgjör sitt í október vegna fyrstu níu mánaða ársins. Þar kemur fram að samanlagður hagnaður þeirra á tímabilinu var 50,2 milljarðar króna. Það má segja það með kaldhæðni að það sé vissulega minni hagnaður en árið á undan en arðsemin er yfir markmiði hjá öllum nema Landsbankanum sem stendur þó alveg ágætlega. Í þessu samhengi er þó ánægjulegt að segja frá því að menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað vinnuhóp til að greina gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Tilgangur þessarar vinnu er að kanna hlut þjónustu- og vaxtagjalda, vaxtamun og hvers konar aðra gjaldtöku af viðskiptavinum í arðsemi bankanna. Markmiðið er að sjá svart og hvítu hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en önnur heimili á Norðurlöndunum. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu, því ef auka á samkeppnishæfni landsins þá þarf rekstur heimilanna í landinu að vera samkeppnishæfur. Að lokum, fer ekki betur á því að þessi stöndugu fyrirtæki myndu stíga ölduna með almenningi í landinu í stað þess að dansa í kringum gullkálfinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Íslenskir bankar Kjaramál Tryggingar Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Íbúar þessa lands hafa á síðustu misserum og árum tekist á við fordæmalausa tíma og aðstæður. Alheimsfaraldur skall á með harkalegum afleiðingum fyrir ríki heims þar sem fjölskyldur, heimili og fyrirtæki kljást enn við afleiðingarnar. Í kjölfarið kom svo stríð í Evrópu, eitthvað sem flest okkar töldu heyra sögunni til og nær óhugsandi að slíkur atburður gæti endurtekið sig. Ég tel því rétt, í ljósi þess, að höfða hér til samvisku banka og tryggingafélaga sem með aðgerðum sínum og stefnu geta haft mikil áhrif á lífskjör fólks í landinu. Kjaraviðræður Fram undan eru kjaraviðræður og allar líkur eru á að þær verði nokkuð þungar. Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur hækkun útgjalda hjá fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði numið allt að 128.607 krónum á mánuði ef miðað er við útgjöld hennar frá fyrra ári. Þetta eru verulega, verulega háar tölur, og til það sé hægt að fleyta íslenskum fjölskyldum í gegnum núverandi ástand þarf meira til en að ríkið komi inn með aðgerðir. Hér þurfa allir að líta í sinn eigin barm og hugsa með sér hvað hægt sé að gera til að koma samfélaginu öllu á þann stað sem við viljum vera. Þá tel ég rétt að horfa sérstaklega til þeirra sem oft eru kölluð breiðu bökin í daglegu tali. Iðgjöld hafa hækkað… Iðgjöld tryggingafélaga hafa hækkað mikið á síðastliðnum árum á sama tíma og tryggingafélög sitja á milljarða bótasjóði. Ábyrgð tryggingarfélaga á heimils bókhald íslenskra heimila er mikil. Í samtölum mínum við fólk hef ég heyrt að ekki sé óeðlilegt að fjölskyldur séu að greiða á bilinu 40-55 þúsund krónur á mánuði fyrir líf-, bíla og heimilistryggingar. Það sjá allir sem sjá vilja að hér er um að ræða verulegar upphæðir þegar þær eru settar í samhengi við önnur útgjöld sem meðaltalsfjölskyldan þarf að greiða. Þá tek ég sérstaklega út barnafjölskyldur sem fyrir utan að greiða af húsnæðislánum eða leigu þurfa einnig að greiða leikskólagjöld, fæðiskostnað í skólum, íþróttaæfingar o.s.frv. Það getur ekki verið að við ætlum okkur að stefna þangað sem samfélag að tryggingar séu aðeins á færi þeirra efnameiri. …Og bankarnir skila miklum hagnaði Þá birtu Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki uppgjör sitt í október vegna fyrstu níu mánaða ársins. Þar kemur fram að samanlagður hagnaður þeirra á tímabilinu var 50,2 milljarðar króna. Það má segja það með kaldhæðni að það sé vissulega minni hagnaður en árið á undan en arðsemin er yfir markmiði hjá öllum nema Landsbankanum sem stendur þó alveg ágætlega. Í þessu samhengi er þó ánægjulegt að segja frá því að menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað vinnuhóp til að greina gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Tilgangur þessarar vinnu er að kanna hlut þjónustu- og vaxtagjalda, vaxtamun og hvers konar aðra gjaldtöku af viðskiptavinum í arðsemi bankanna. Markmiðið er að sjá svart og hvítu hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en önnur heimili á Norðurlöndunum. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu, því ef auka á samkeppnishæfni landsins þá þarf rekstur heimilanna í landinu að vera samkeppnishæfur. Að lokum, fer ekki betur á því að þessi stöndugu fyrirtæki myndu stíga ölduna með almenningi í landinu í stað þess að dansa í kringum gullkálfinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun