Inter í Meistaradeildarsæti eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:00 Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo. Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Sjá meira
Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Sjá meira