Biden hrósaði varnarsigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 22:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna var nokkuð brattur í kvöld. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira