Hafa áhyggjur af frumvarpi um aukna lausasölu lyfja og benda meðal annars á tíðni parasetamóleitrana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:11 Svíar hafa bannað lausasölu parasetamóls. Parasetamóleitranir eru algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar á Vesturlöndum en 542 slíkar eitranir áttu sér stað á Íslandi á árunum 2010 til 2017. Algengasta orsök eitrana eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna með lyfinu en fylgni er milli aðgengis að lyfinu og aukinnar tíðni sjálfsvígstilrauna. Þetta kemur fram í umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp sem kveður á um breytingar á sölu lausasölulyfja. Eins og sakir standa hefur Lyfjastofnun heimild til að veita almennum verslunum á svæðum þar sem ekki eru starfræktar lyfjaverslanir undanþágu til að selja lyf. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að ef frumvarpið yrði samþykkt neyddist stofnunin til að endurskoða áhættumat sitt á þeim lyfjum sem stofnunin telur að sé óhætt að selja í almennum verslunum, meðal annars með tilliti til dæmisins hér fyrir ofan. „Þann 1. nóvember 2015 bönnuðu Svíar lausasölu parasetamóls taflna í almennum verslunum vegna gríðarlegrar aukningar á parasetamóleitrunum og að lyfið tengdist sjálfsvígstilraunum ungra stúlkna. Talið var að aukið aðgengi lyfjanna í almennum verslunum hefði orsakað aukninguna,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að með samþykkt frumvarpsins sé fyrirsjáanlegt að þjónustustigið úti á landi muni skerðast. „Þetta getur veikt þá lyfjafræðilegu þjónustu sem til staðar er úti á landi þar sem veltan mun minnka hjá þeim lyfjabúðum og lyfjaútibúum sem fyrir eru,“ segir í umsögninni en á landsbyggðinni séu reknar 25 lyfjaverslanir og 27 lyfjaútibú. Ljóst sé að eftirliti Lyfjastofnunar með almennum verslunum séu takmörk sett. Lyfjastofnun telji að aðgengi að sölustöðum lyfja í þéttbýli sé fullnægjandi og að frekari útvíkkun á ákvæði lyfjalaga um sölu lyfja í almennum verslunum kunni að leiða til skerðingar á faglegri þjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Algengasta orsök eitrana eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna með lyfinu en fylgni er milli aðgengis að lyfinu og aukinnar tíðni sjálfsvígstilrauna. Þetta kemur fram í umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp sem kveður á um breytingar á sölu lausasölulyfja. Eins og sakir standa hefur Lyfjastofnun heimild til að veita almennum verslunum á svæðum þar sem ekki eru starfræktar lyfjaverslanir undanþágu til að selja lyf. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að ef frumvarpið yrði samþykkt neyddist stofnunin til að endurskoða áhættumat sitt á þeim lyfjum sem stofnunin telur að sé óhætt að selja í almennum verslunum, meðal annars með tilliti til dæmisins hér fyrir ofan. „Þann 1. nóvember 2015 bönnuðu Svíar lausasölu parasetamóls taflna í almennum verslunum vegna gríðarlegrar aukningar á parasetamóleitrunum og að lyfið tengdist sjálfsvígstilraunum ungra stúlkna. Talið var að aukið aðgengi lyfjanna í almennum verslunum hefði orsakað aukninguna,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að með samþykkt frumvarpsins sé fyrirsjáanlegt að þjónustustigið úti á landi muni skerðast. „Þetta getur veikt þá lyfjafræðilegu þjónustu sem til staðar er úti á landi þar sem veltan mun minnka hjá þeim lyfjabúðum og lyfjaútibúum sem fyrir eru,“ segir í umsögninni en á landsbyggðinni séu reknar 25 lyfjaverslanir og 27 lyfjaútibú. Ljóst sé að eftirliti Lyfjastofnunar með almennum verslunum séu takmörk sett. Lyfjastofnun telji að aðgengi að sölustöðum lyfja í þéttbýli sé fullnægjandi og að frekari útvíkkun á ákvæði lyfjalaga um sölu lyfja í almennum verslunum kunni að leiða til skerðingar á faglegri þjónustu á landsbyggðinni.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira