Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 10:33 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni. Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni.
Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45