Liverpool á titil að verja í enska deildarbikarnum og liðið fær verðugt verkefni í 16-liða úrslitum þar sem Englandsmeistararnir sjálfir bíða þeirra. Liverpool tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn C-deildarliði Derby í vítaspyrnukeppni í gær á meðan City vann 2-0 sigur gegn Chelsea.
Þá eru Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í B-deildarliði Burnley á leið á Old Trafford þar sem liðið mætir Manchester United. Burnley vann öruggan 3-1 sigur gegn D-deildarliði Crawley Town og eins og áður segir vann United 4-2 sigur gegn Aston Villa.
Drátturinn í heild
Wolves v Gillingham
Southampton v Lincoln City
Blackburn Rovers v Nottingham Forest
Newcastle United v Bournemouth
Manchester City v Liverpool
Manchester United v Burnley
MK Dons v Leicester City
Charlton Athletic v Brighton