Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 11:29 Vélin er af gerðinni Thrush S2R-H80. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira