Gleðilegan árangur Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:01 Markmið eru mikilvæg. Áætlanir verða að standast og reksturinn að vera heilbrigður til þess að allt rúlli rétt. Beintengt árangri eru hin mjúku en grjóthörðu mál sem snúa að mannauði og gleði. Flest íslensk fyrirtæki eru að fjárfesta í lausnum og innleiða tækni sem tengir saman fólk. Í því ferli kemur fyrir að andstaða skapist við breytingarnar, þá hjálpar ekki til ef fyrirtæki eru mjög lag- og deildarskipt. Margir kjósa að vera áfram innan síns þægindaramma og streitast á móti nýjum starfsaðferðum og -umhverfi. Hvernig er best að bregðast við því? Gæti verið að hægt sé að leysa málin með gleðina að vopni. Okkur er eðlislægt að sækjast eftir gleði og gleði tengir fólk sterkum böndum. Það er auðvelt að koma auga á mátt gleðinnar í íþróttum. Þegar liðinu gengur allt í haginn og það sigrast á erfiðleikum og áskorunum upplifa allir leikmenn jákvæðu áhrifin sem það hefur. Reyndar gerir allur leikvangurinn það, upplifir sælu og gleði sem fleytir liðinu enn lengra. Velgengni kveikir gleði, gleði ýtir undir ástríðu og frekari velgengni og fleiri hrífast með. Þar sem skapast liðsheild með samhljómi, áhrifum og viðurkenningu ríkir gleði. Leiðtogar geta ýtt undir þetta á sínum vinnustað. Samhljómur. Í sigurliði hefur hver leikmaður ákveðið hlutverk. Ef til vill er einhver góður varnarmaður. Annar hefur einstakt lag á að skora. Enn annar býr yfir baráttuþreki og eldmóði. Það er einstök tilfinning þegar ólíkir eiginleikar og styrkleikar liðsfélaganna smella svo saman. Áhrif. Samhljómur innan liðsins leiðir til áhrifa sem kveikja frekari gleði. Jafnvel þótt áhrifin séu bara ein góð sókn eða augnablik eykur það gleði leikmanna. Maður sér það á svip þeirra þegar þeir fallast í faðma og hoppa af gleði eins og börn. Það sem þeir eru að segja hver við annan er: „Trúirðu að okkur hafi tekist þetta?“ Viðurkenning. Góðir þjálfarar leggja áherslu á við sína leikmenn að það fyrsta sem gert er þegar boltinn lendir í netinusé að benda á liðsfélaga sína sem sköpuðu tækifærin ogfagna í sameiningu Með því að viðurkenna og fagna framlagi hvers leikmanns styrkist hringrás gleði og árangurs. Í þessu felast margvísleg tækifæri, með því að fjölga ánægjustundum innan liðsins geta leiðtogar nýtt áhrif gleðinnar í fyrirtækjum sínum. Það fer ekki á milli mála í liðsíþróttum af hverju gleðin sprettur, þ.e. samhljómi, áhrifum og viðurkenningu. Það getur haft alveg sömu áhrif innan fyrirtækisins. Niðurstöður kannana benda allar í sömu átt. Það hvernig fólk skynjar gleði á vinnustaðnum tengist því hvort fólk upplifi að starf þess skipti raunverulegu máli. Þetta kemur ekki á óvart. Lífið er eins og vektor sem krefst bæði krafts og stefnu. Hamingjuleitin markar stefnuna en gleðin er það sem veitir okkur daglega staðfestingu á því að við séum að gera nákvæmlega það sem við eigum að vera að gera, fyrir fyrirtækið og fyrir liðsfélagana sem gefa okkur kraft. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu? Með því að móta vinnustaðarmenningu þar sem gleðin er við völd er hægt að skapa sterkari tengsl, stolt og sameiginlegan tilgang innan raða fyrirtækisins. Ef raunin er sú að skortur sé á ástríðu og liðsanda eru sennilega flestir meðvitaðir um það því sá skortur kemur niður á tengslamyndun og liðsanda. Hér eru nokkur skref sem leiðtogar geta tekið til að auka gleði á vinnustaðnum: Markaðu stefnuna. Hafðu það skýran hluta af stefnunni að gleði sé grunngildi. Styrktu stefnuna þannig að markviss skref verði stigin í átt að því að tryggja að allt starfsfólk upplifi viðurkenningu og að rödd þess fái að heyrast. Leggðu grunninn. Komdu á virku samstarfi þvert á þvert á deildir, hópa og teymi. Þannig að úr verði samvinna sem skilar hámarksárangri og gleði, fjarlægðir eru ekki vandamál, þökk sé tækni. Gefðu tóninn. Ýttu undir og taktu fagnandi því sem gert er til að efla andann innan fyrirtækisins. Tjáðu af einlægni þegar árangri er náð. Gleði getur af sér gleði. Það má bæta menningu með því að leggja áherslu á ástríðu, kraft og leyfa alltaf fólkinu í teyminu að láta ljós sitt skína – fagna árangri þegar hann næst. Það má líka fagna góðum hugmyndum. Gleði getur reynst jafn hagkvæm og tæknin ef við leyfum henni það. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að viðhalda tengslum sem einfalda samskipti innan fyrirtækja.Tæknin sér okkur fyrir innviðunum og tengingunni en grunnurinn er menningin og áhrif af samhljómi og viðurkenningu. Í stuttu máli, já það má vera gaman í vinnunni, fer svo vel með árangri. Höfundur er forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Markmið eru mikilvæg. Áætlanir verða að standast og reksturinn að vera heilbrigður til þess að allt rúlli rétt. Beintengt árangri eru hin mjúku en grjóthörðu mál sem snúa að mannauði og gleði. Flest íslensk fyrirtæki eru að fjárfesta í lausnum og innleiða tækni sem tengir saman fólk. Í því ferli kemur fyrir að andstaða skapist við breytingarnar, þá hjálpar ekki til ef fyrirtæki eru mjög lag- og deildarskipt. Margir kjósa að vera áfram innan síns þægindaramma og streitast á móti nýjum starfsaðferðum og -umhverfi. Hvernig er best að bregðast við því? Gæti verið að hægt sé að leysa málin með gleðina að vopni. Okkur er eðlislægt að sækjast eftir gleði og gleði tengir fólk sterkum böndum. Það er auðvelt að koma auga á mátt gleðinnar í íþróttum. Þegar liðinu gengur allt í haginn og það sigrast á erfiðleikum og áskorunum upplifa allir leikmenn jákvæðu áhrifin sem það hefur. Reyndar gerir allur leikvangurinn það, upplifir sælu og gleði sem fleytir liðinu enn lengra. Velgengni kveikir gleði, gleði ýtir undir ástríðu og frekari velgengni og fleiri hrífast með. Þar sem skapast liðsheild með samhljómi, áhrifum og viðurkenningu ríkir gleði. Leiðtogar geta ýtt undir þetta á sínum vinnustað. Samhljómur. Í sigurliði hefur hver leikmaður ákveðið hlutverk. Ef til vill er einhver góður varnarmaður. Annar hefur einstakt lag á að skora. Enn annar býr yfir baráttuþreki og eldmóði. Það er einstök tilfinning þegar ólíkir eiginleikar og styrkleikar liðsfélaganna smella svo saman. Áhrif. Samhljómur innan liðsins leiðir til áhrifa sem kveikja frekari gleði. Jafnvel þótt áhrifin séu bara ein góð sókn eða augnablik eykur það gleði leikmanna. Maður sér það á svip þeirra þegar þeir fallast í faðma og hoppa af gleði eins og börn. Það sem þeir eru að segja hver við annan er: „Trúirðu að okkur hafi tekist þetta?“ Viðurkenning. Góðir þjálfarar leggja áherslu á við sína leikmenn að það fyrsta sem gert er þegar boltinn lendir í netinusé að benda á liðsfélaga sína sem sköpuðu tækifærin ogfagna í sameiningu Með því að viðurkenna og fagna framlagi hvers leikmanns styrkist hringrás gleði og árangurs. Í þessu felast margvísleg tækifæri, með því að fjölga ánægjustundum innan liðsins geta leiðtogar nýtt áhrif gleðinnar í fyrirtækjum sínum. Það fer ekki á milli mála í liðsíþróttum af hverju gleðin sprettur, þ.e. samhljómi, áhrifum og viðurkenningu. Það getur haft alveg sömu áhrif innan fyrirtækisins. Niðurstöður kannana benda allar í sömu átt. Það hvernig fólk skynjar gleði á vinnustaðnum tengist því hvort fólk upplifi að starf þess skipti raunverulegu máli. Þetta kemur ekki á óvart. Lífið er eins og vektor sem krefst bæði krafts og stefnu. Hamingjuleitin markar stefnuna en gleðin er það sem veitir okkur daglega staðfestingu á því að við séum að gera nákvæmlega það sem við eigum að vera að gera, fyrir fyrirtækið og fyrir liðsfélagana sem gefa okkur kraft. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu? Með því að móta vinnustaðarmenningu þar sem gleðin er við völd er hægt að skapa sterkari tengsl, stolt og sameiginlegan tilgang innan raða fyrirtækisins. Ef raunin er sú að skortur sé á ástríðu og liðsanda eru sennilega flestir meðvitaðir um það því sá skortur kemur niður á tengslamyndun og liðsanda. Hér eru nokkur skref sem leiðtogar geta tekið til að auka gleði á vinnustaðnum: Markaðu stefnuna. Hafðu það skýran hluta af stefnunni að gleði sé grunngildi. Styrktu stefnuna þannig að markviss skref verði stigin í átt að því að tryggja að allt starfsfólk upplifi viðurkenningu og að rödd þess fái að heyrast. Leggðu grunninn. Komdu á virku samstarfi þvert á þvert á deildir, hópa og teymi. Þannig að úr verði samvinna sem skilar hámarksárangri og gleði, fjarlægðir eru ekki vandamál, þökk sé tækni. Gefðu tóninn. Ýttu undir og taktu fagnandi því sem gert er til að efla andann innan fyrirtækisins. Tjáðu af einlægni þegar árangri er náð. Gleði getur af sér gleði. Það má bæta menningu með því að leggja áherslu á ástríðu, kraft og leyfa alltaf fólkinu í teyminu að láta ljós sitt skína – fagna árangri þegar hann næst. Það má líka fagna góðum hugmyndum. Gleði getur reynst jafn hagkvæm og tæknin ef við leyfum henni það. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að viðhalda tengslum sem einfalda samskipti innan fyrirtækja.Tæknin sér okkur fyrir innviðunum og tengingunni en grunnurinn er menningin og áhrif af samhljómi og viðurkenningu. Í stuttu máli, já það má vera gaman í vinnunni, fer svo vel með árangri. Höfundur er forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun