Andri Adolphsson í Stjörnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 18:30 Andri mun leika í bláu næsta sumar. Stjarnan Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands. Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Sport Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Sport Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira