Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 18:00 Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths og Ívari Ingimarssyni, stjórnarmanni hjá Vök Baths. Aðsent/SAF/EÁ Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin afhentu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) á afmælisdegi félagsins. Í ár bárust SAF fjórtán tilnefningar til verðlaunanna. Ásamt Vök Baths hlutu Hopp Reykjavík og Höldur – Bílaleiga Akureyrar Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir verkefni sitt „Hopp deilibílar.“ Verðlaunin afhenda SAF fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með þeim að hvetja til frumkvöðla og fyrirtæki áfram í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.Aðsent/SAF/EÁ Fram kemur í fréttatilkynningu vegna verðlaunanna að Vök Baths sé ánægjuleg nýjung fyrir Austurland sem og ferðamenn sem landshlutann heimsækja. „Hönnun staðarins endurspeglar þema náttúrunnar í kring og leikur lerki þar lykilhlutverk sem allt var sótt í Hallormsstaðaskóg, elsta þjóðskóg Íslands. Mikil áhersla er lögð á að sækja í staðbundin hráefni þar sem unnt er. Má þar nefna lífrænt ræktaðar jurtir frá Vallanesi á tebarnum og bjóra sem framleiddir eru í samstarfi við brugghúsið Austra,“ segir í tilkynningunni. Vök Baths samanstanda af tveimur heitum sjóndeildarlaugum, tveimur heitum laugum til viðbótar, vaðlaug og eimbaði ásamt fleiru. Böðin eru staðsett á bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Hér má sjá yfirlitsmynd af aðstöðu Vök Baths.Facebook/Vök Baths Haft er eftir Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths þar sem hún segir verðlaunin veita fyrirtækinu innblástur til þess að gera betur. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið. Fjárfesting og uppbygging sem þessi laðar ferðamenn hvaðanæva að til þess að heimsækja Austurland. Þeir eru líklegri til að staldra við og nýta þá þjónustu sem þar er í boði og kynna sér hvað samfélagið á Austurlandi hefur upp á að bjóða. Það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar veitir okkur góðan byr til að gera enn betur.“ Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Múlaþing Nýsköpun Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Sjá meira
Verðlaunin afhentu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) á afmælisdegi félagsins. Í ár bárust SAF fjórtán tilnefningar til verðlaunanna. Ásamt Vök Baths hlutu Hopp Reykjavík og Höldur – Bílaleiga Akureyrar Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir verkefni sitt „Hopp deilibílar.“ Verðlaunin afhenda SAF fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með þeim að hvetja til frumkvöðla og fyrirtæki áfram í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.Aðsent/SAF/EÁ Fram kemur í fréttatilkynningu vegna verðlaunanna að Vök Baths sé ánægjuleg nýjung fyrir Austurland sem og ferðamenn sem landshlutann heimsækja. „Hönnun staðarins endurspeglar þema náttúrunnar í kring og leikur lerki þar lykilhlutverk sem allt var sótt í Hallormsstaðaskóg, elsta þjóðskóg Íslands. Mikil áhersla er lögð á að sækja í staðbundin hráefni þar sem unnt er. Má þar nefna lífrænt ræktaðar jurtir frá Vallanesi á tebarnum og bjóra sem framleiddir eru í samstarfi við brugghúsið Austra,“ segir í tilkynningunni. Vök Baths samanstanda af tveimur heitum sjóndeildarlaugum, tveimur heitum laugum til viðbótar, vaðlaug og eimbaði ásamt fleiru. Böðin eru staðsett á bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Hér má sjá yfirlitsmynd af aðstöðu Vök Baths.Facebook/Vök Baths Haft er eftir Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths þar sem hún segir verðlaunin veita fyrirtækinu innblástur til þess að gera betur. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið. Fjárfesting og uppbygging sem þessi laðar ferðamenn hvaðanæva að til þess að heimsækja Austurland. Þeir eru líklegri til að staldra við og nýta þá þjónustu sem þar er í boði og kynna sér hvað samfélagið á Austurlandi hefur upp á að bjóða. Það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar veitir okkur góðan byr til að gera enn betur.“
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Múlaþing Nýsköpun Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Sjá meira