Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 13:05 Karlakór Akureyrar Geysir, sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og verður með stórtónleika í Hofi á Akureyri í dag. Aðsend Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“ Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“
Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira