Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. nóvember 2022 14:04 Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01